Mynstraður 100% silki klútur - frá Finnska merkinu Lasessor
Léttur og lipur hringklútur með snúningi, sem gerir það að verkum að hann fellur vel þegar hann liggur óvafinn um hálsinn. Ekkert vesen með að kunna slæðuhnúta, bara vefja hann um hálsinn. Silkið hefur þá eiginleika að vera hlýtt í kulda og ekki of heitt í hita. Finnarnir kalla þetta "indoor scarf" eða inniklúta, enda oft gott að hafa eitthvað um hálsinn til að halda hitanum inni, en þrengir hvergi að.