Skilmálar
Skilmálar um viðskipti við Belladonna.is
Netverslun Belladonna.is er rekin í samstarfi við verslun okkar:
Belladonna, Dalvegur 30, 201 Kópavogur, S: 517-6460
Vinsamlega lesið skilmálana og samþykkið við lok kaupferlis.
Öllum sem koma við í netverslun hjá okkur, verður boðið að vera á póstlistanum.
Greiðsla pantana
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika.
Kreditkort (VISA, MasterCard) og debetkort (VISA Electron, Maestro)
Ef millifærsla hentar betur þá vinsamlega leggið inná reikning:
Kt: 640614-0640
Reikn: 0537-26-6440
bokhald@belladonna.is með pöntunarnúmeri sem skýringu.
Verð:
Öll verð á síðunni eru gefin upp í íslenskum krónum og með
24% virðisaukaskatti.
Verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Belladonna.is sér rétt til að hætta við viðskipti, hafi rangar upplýsingar birst á síðunni.
Afhendingartími:
Allar pantanir eru afgreiddar strax eða næsta virka dag eftir greiðslu pöntunar.
Sé varan ekki til á lager, munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar, boð um aðra vöru í staðin eða endurgreiðslu, sé varan ekki væntanleg aftur.
Sendingargjald er kr. 590 fyrir lægri upphæðir, en þegar verslað er fyrir kr. 10.000 eða meira sendum við þér vörurnar ókeypis, keyrum heim í flest póstnúmer á Höfuðborgarsvæðinu eða sendum með pósti á næsta pósthús eða póstbox, vinsamlega athugið að póstsendingar geta tekið 3-5 daga.
Um allar sendingar, gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu.
Skilmála Póstsins má nálgast hér http://www.postur.is.
Belladonna.is tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.
Einnig er hægt að sækja vörur í verslun okkar, Belladonna á Dalvegi 30, 201 Kópavogi
Opnunartímar verslunar:
- Mánud.- Föstudag kl. 11-18
- Laugard. kl. 11-15
- Sunnud. Lokað
Skilafrestur:
Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreiðslu. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og/eða með áföstum merkingum og kvittun fyrir vörukaupum fylgi.
Sendingarkostnaður sem við leggjum út, er ekki endurgreiddur og kemur til frádráttar á þeim vörum sem skilað er.
Skil á nærbuxum og sokkum er undanskilið þessari reglu en skv. tilmælum heilbrigðiseftirlitsins má ekki skila né skipta nærbuxum og sokkum þar sem innsiglið er rofið.
Útsöluvöru fæst ekki skilað en hægt er að skipta útsöluvöru fyrir aðra útsöluvöru.
Belladonna, Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Viðskiptavinir skulu bera kostnað af vöruskilum, nema um galla sé að ræða.
Belladonna greiðir allan sendingarkostnað sem hlýst af vöruskilum vegna gallaðrar vöru.
Öryggisskilmálar: Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög.