Um okkur

Verslaðu heima, þegar það hentar þér ! 

Netverslunin Belladonna.is er rekin í samvinnu við
Verslunina Belladonna í Dalvegi 30, 201 Kópavogur.
Við erum með yfir 20 mismunandi merki, frá Danmörku, Hollandi, Þýskalandi og Finnlandi öll með mismunandi áherslur og stíla.
Við fáum aðeins nokkur eintök af hverri gerð, því að við þurfum ekki að vera allar eins, í flestum tilfellum eru bara eitt til tvö eintök í hverri stærð, margar gerðir, en aðeins lítið af hverju.
Við leggjum mikla áherslu á basic vörur, því við þurfum jú allar að eiga góðan grunn fyrir alla daga, eins og buxur, boli, tunikur og leggings að ógleymdum sokkum og nærfatnaði. Með góðum grunni er hægt að útfæra endalaust marga möguleika
Síðan koma alls konar nýjar vörur inn, eitthvað nýtt og spennandi í hverri viku. 
Verslunin Belladonna var fyrst opnuð í október 2004, nafnið Belladonna er tilkomið af ýmsum ástæðum. 
Aðalástæðan er sú að Bella Donna er ítalska og þýðir falleg kona, og konur eru bara allar svo fallegar að einhverju leyti. 

Belladonna
Dalvegur 30
201 Kópavogur
S: 517-6460
kt: 640614-0640
Vsk nr. 117418